miðvikudagur, 28. júlí 2004

Þrátt fyrir sólarleysi var frekar heitt og mollulegt í dag. Grænmetissalinn sem ég labba framhjá á leið úr vinnu hafði stillt upp melónum og ýmsu öðru góðgæti úti á götu og í hitanum magnaðist lyktin af ávöxztunum upp og lá yfir allri götunni. Ilmurinn minnti mig á Lignano á Ítalíu þar sem ég, ellefu ára gömul, varð ástfangin af ávaxtasala, Luciano nokkrum, einum 16 árum eldri en ég.  Ég hef greinilega alltaf verið fyrir útlendinga.

Ég hringdi svo aftur í fasteignasalann í dag, með tilboð í húsið sem honum leist greinilega betur á en tilboðið sem ég gerði um daginn. Í þetta sinnið ætlar hann að fara með tilboðið til húseigandans og sjá hvað gerist. Vegna þess að sá er ekki heima sem stendur gæti tekið nokkra daga að fá viðbrögð. Vonandi er hann æstur í að selja og  lætur okkur bara fá húsið. Og þá verða allir að koma í veggfóðurstripp og málning!


Engin ummæli: