Við fundum hús í dag sem okkur leist mjög vel á og ætlum að gera tilboð í í fyrramál. Svo er abra að sjá hvað eigandinn segir. Við ætlum að slá verulega af því enda þarf að rífa upp gólfefni og veggfóður og mála og parketleggja, og vonandi tekur eigandinn því vel. Hann gerir þá bara gagntilboð. Þetta er í það minnsta mjög spennandi. Og strekkjandi.
Húsið er svo nýkomið á markaðinn að því miður er það ekki enn komið á netið annars hefði ég linkað á það. Það er voðalega breskt, eitt í langri röð múrsteinshúsa, en útidyrahurðin einstök. Stofa, borðastofa og eldhús og tvö góð svefnherbergi uppi. Verst bara með þessa teppa- og veggfóðursáráttu hjá bretum. Ekkert sem ekki má breyta svo sem.
Ég er að rembast við að vera ekki of spennt, ef maður er of spenntur þá gerist eitthvað til að valda manni vonbrigðum. Og svo er ég náttúrulega líka allt of óþolinmóð, ég vil bara að hlutirnir gerist núna.
Voðalega verð ég alltíeinu þreytt núna. Verð bara að fara að sofa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli