Mikið langt síðan ég skrifaði síðast. Það er eitthvað að hamla mér þetta daglega líf mitt sjáiði til. Merkilegt alveg hreint, maður lifir bara lífinu og einhvern vegin þá gerist ekki neitt svosem en samt eru allir dagir uppfullir af allskonar ævintýrum og veseni: barnauppeldi og litlum atvikum í vinnunni, pælingum og ákvörðunum um hitt og þetta. En einhvernvegin þá er ég hætt að pæla svo mikið í hlutunum, þeir gerast bara núna án þess að ég þurfi að velta öllu fyrir mér svo mikið. Og með því fylgir að ég nenni ekki að skrifa. Og svo hef ég heldur ekki tíma. Lúkas er farinn að skríða út um allt og það er ekki hægt að líta af honum í eina sekúndu. Hann vill bara leika sér í rafmagnstækjum og öðru sem er ekki hollt fyrir ungabörn.
Ævintýraleg för þollarana hingað til Wrexham lengdist aðeins vegna botnlangakasts og spítaladavalar Helgu. Við skemmtum okkur samt mjög vel, borðuðum, drukkum, töluðum og versluðum, alveg eins og planað var. Eyddum bara spjalltímanum á spítalanum. eftir situr þó heimþráin hjá mér. Það er alltaf voða erfitt þegar fólk fer aftur him, hér verður allt voða tómlegt og skrýtið um stund. Ég jafna mig svo og allt fer aftur í sinn vanagang. En þessi síðasta vika er búin að vera voða erfið, bæði fyrir mig og fyrir Dave sem fær samviskubit yfir þv´ðiað vera að halda mér hérna. Mig langar voðalega til að koma heim en get ekki fengið frí í vinnunni eins og er.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli