Mér skilst að pabbi sé búinn að panta prest og kirkju 9. júlí næstkomandi og ekkert sé eftir nema að plana eitt stykki brúðkaup. Við Dave vorum að skoða allt dæmið í gær og erum í smá vafa um að okkur takist að gera þetta allt saman og eiga fyrir þessu en erum samt ákveðin í að reyna okkar besta. Eins og ég sé þetta fyrir mér þá á þetta að vera skemmtilegt partý. Verst er að eins og allt er núna þá náum við í mesta lagi að eiga inni u.þ.b. tveggja vikna frí. Sem þýðir að ég get ekki bæði gift mig og mætt í brúðkaup Rannveigar vinkonu minnar. Synd.
Ætti ég núna að vígja pönnukökupönnuna mína fínu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli