Ég er að skoða það í nokkurri alvöru að verða hálfsdagskelling. Það kemur nefnilega í ljós að ég spara mismuninn með því að senda þá Láka ekki í pössun. Kemur nokkurn veginn út á eitt. Það væri nú aldeilis næs maður, vinna bara þrjá daga í viku og geta stússast með beibímús hina dagana. Og njóta lífsins aðeins. Er ég ekki alltaf svo lukkuleg?
Og nú gerist loks eitthvað í húsakaupum, við erum að fara á föstudag að skoða yfir samninginn þannig að nú ætti að fara að glitta í dagsetningu. Þannig að ég er aftur farin að hugsa um gardínur og annað þessháttar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli