mánudagur, 31. janúar 2005

Ég er á fullu núna að skoða í kringum mig möguleikana á að kenna hérna. Er búin að finna prógramm þar sem ég get kennt og lært að kenna í einu. Sem hentar best þar sem ég hef ekki efni á að hætta að vinna. Ég er orðin alveg dauðleið í vinnunni, og bara verð að gera eitthvað í þessu. Merkilegt þá er tilhugsunin um að fara aftur að kenna bara mjög spennandi. Kannski að það sé bara málið, mér sé ætlað það ævistarf. Svona okkar á milli þá kæmi það mér ekki á óvart.

Engin ummæli: