Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir allt liðið. 1. janúar. Hver hefði trúað þessu?
Mikið var nú gott að vera heima um jólin, sjá fína húsið mömmu og pabba, hitta vini og ættingja og éta á sig gat. Ég gleymdi reyndar að fá mér eina með öllu, ekki nógu gott. Heimsóknin hafði þó skelfilegar afleiðingar, ég er núna með svo mikla heimþrá að ég má vart kjur sitja, hugsa stanslaust um að flytja heim. Allt veltur á að fá vinnu og svo vorum við náttúrulega að kaupa okkur voða fínt hús og óþarfi að ana út í eitthvað sem á endanum er ekki best fyrir okkur, en ég get samt ekki hætt að hugsa að mig langi bara heim núna. Gott sé komið.
Ég er með plan. Ég sæki um að komast í þetta skilorðfulltrúanám sem ég er svo spennt fyrir og ef ég kemst inn þá verðum við hér næstu tvö árin á meðan ég klára það, borgum aðeins meira af húsinu og niður skuldir og sækjum svo um fínar vinnur á Íslandi, kaupum okkur hús og allir ánægðir. Dave minn er búin að segja að hann vilji bara vera þar sem ég sé og fylgi mér. Það er nú samt kjánalegat að rjúka bara af stað, við finnum handa honum fína vinnu fyrst. Hinsvega ef ég kemst ekki inn í þetta nám þá veit ég ekki hvað ég geri. Ég er orðin meira en leið í vinnunni, enda átti það bara aðv era tímabundið verkefni. Ég er nú svo yfirfull menntahroka að mér finnst háskólagráðan mín illa nýtt í gleraugnabúð með 10.000 pund á ári. Ég hefði meira upp úr því að vera réttindalaus kennari á Íslandi og þá er nú mikið sagt!
Áramótin voru voða klén hér svona eins og jólin, ég vann til sex og eldaði svo indverskan. Við horfðum svo á bíómynd og ég var farin að sofa upp úr eitt. Aðeins fínna í kvöld, ég er búin að bjóða tengdó í mat og ætla að elda fallegan fiskrétt. Er búin að leggja fallega á borð og skipa öllum að klæða sig aðeins upp á. Mér leiðist þessi skortur á hátíðleika hér í Bretlandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli