miðvikudagur, 9. mars 2005


Elvis í baði. Posted by Hello
Hér er verulega byrjað að vora og maður fyllist vellíðan og spenningi við það eitt. Ekki seinna vænna fyrir sól að fara að taka sig taki, mútter mamma og gamli á leiðinni og eins gott að við Veilsverjar getum boðið upp á sól og grill í garðinum. Lúkas þarf á að halda að fá smá meiri íslensku, hann talar bara ensku við mig. Eða sko, hann heldur því fram við mig að lömbin segji "baa" en ekki "me". Pabbi hans segir við hann "what sound do the sheep make?" og hann svara "BAAAA" þannig að ég spyr "hvað segja lömbin?" og aftur svarar barnið "BAA" alveg sama hvað ég segi oft "MEE MEE MEE" við hann. Skrýtið. Næst kemur að haninn segji "cock a doodle doo" en ekki gaggalagó.

þriðjudagur, 8. mars 2005

Hvernig bara stendur á því að ég er svaka skotin í kærastanum mínum en á sama tima finnst mér hann svo drepdrulluleiðinlegur og mikill kúkalabbi að ég get ekki setið í sama sófa og hann?

Þetta hversdags er að fara með mig. Mig langar til að vera í menntó og ekki hafa áhyggjur af nokkrum sköpuðum hlut öðrum en hvort ég komist inn á 22 án þess að vera með aldur og hvenær ég eignist kærasta. Mig langar til að vera á Rauðarárstígnum. Ég ætla að velt mér upp úr þessu í smástund og svo ætla ég að fara aftur í að njóta líðandi stundar.