miðvikudagur, 9. mars 2005
Hér er verulega byrjað að vora og maður fyllist vellíðan og spenningi við það eitt. Ekki seinna vænna fyrir sól að fara að taka sig taki, mútter mamma og gamli á leiðinni og eins gott að við Veilsverjar getum boðið upp á sól og grill í garðinum. Lúkas þarf á að halda að fá smá meiri íslensku, hann talar bara ensku við mig. Eða sko, hann heldur því fram við mig að lömbin segji "baa" en ekki "me". Pabbi hans segir við hann "what sound do the sheep make?" og hann svara "BAAAA" þannig að ég spyr "hvað segja lömbin?" og aftur svarar barnið "BAA" alveg sama hvað ég segi oft "MEE MEE MEE" við hann. Skrýtið. Næst kemur að haninn segji "cock a doodle doo" en ekki gaggalagó.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli