fimmtudagur, 21. apríl 2005

Ég seldi svo svakaleg mörg gleraugu í síðustu viku að ég fékk tveggja tíma frí í verðlaun. Ég er því búin að vera að skrúbba kofann núna síðan um hálffjögur og held bara að það verði ekki hreinna en þetta hjá mér. Ef svo er þá er það bara Huldamma sem þyrfti þá að koma og benda mér á hornin sem ég tók ekki eftir. Ég er búin að skemmta mér konunglega við þetta, er með Vilhjálm Vilhjálms á hæsta og dilla mér við rykklútinn. Skrýtið hvað það gerir manni að búa í útlöndum. Aldrei hefði ég sett Villa á fóninn heima. En mikið syngur hann nú fallega.

Ég þarf svo að fara að drífa mig í að setjast við að skrifa niður gestalista fyrir brúðkaup og senda út boðskort. Það er nú ekkert svo svakalega langt í brúðkaupið, kannski svona 7 til 8 kíló. 10 ef lukkan er með mér.

Engin ummæli: