sunnudagur, 17. apríl 2005

Mér dettur aldrei neitt sniðugt í hug að gera á frídögunum mínum. Ég virðist alltaf eyða sunnudeginum í að þrífa húsið og svo bara fatta ég ekki upp á neinu meir til að gera. Maður sem býr í útlöndum og allt og ætti að geta gert hvað sem er. Málið er náttúrulega að hér eins og annarstaðar þá kostar allt eitthvað og bæði pund og krónur eru alltaf af skornum skammti. Núna til dæmis myndi ég vilja keyra til Llangollen og rölta aðeins um, setjast svo inn á kaffihús og fá mér kaffi og eplaköku. En meira að segja svoleiðis smáræði er "over budget" eins og er. Eða fara með Láka í dýragarðinn í Chester. Það er alveg úr myndinni. Þannig að við förum bara út í garð og spörkum í bolta. Hingað til hefði ég sjálfsagt bakað eina litla rjómaköku en nýji lífstíllinn segir að svo sé ekki ráðlegt.
Talandi um nýja lífstílinn. Ég fann á netinu þetta líka brilliant plan til að fylgja og er núna búin að vera að venjast því síðan á miðvikudag. Gengur svona líka vel, maður ræður svona mikið til hvað maður borðar, það eru bara skammtarnir sem eru dálitið mikið minni en ég er vön. Og svo náttúrulega bara heilbrigð skynsemi sem segjir manni að sleppa Snickersinu og fá sér epli í staðinn. Dave er með mér í þessu sem gerir þetta allt miklu auðveldara og skemmtilegra, þetta er orðið svona dálítið eins og hobbý hjá okkur að lesa innihaldslýsingar og telja karólínur. Þannig að "fingers crossed" við verðum glæsileg brúðhjón í sumar!

Engin ummæli: