miðvikudagur, 13. apríl 2005

Hvað er verið að gera heima hjá mér? jú, hvað annað en að horfa á fótbolta. Yndislegt alveg hreint. Þetta er að verða vandræðalegt, ég þekki orðið flesta leikmenn og þjálfara liðanna hér í Bretlandi og mikið orðið til í Evrópu líka. Ef ég fer ekki að passa mig þá verð ég búin að læra "offside" regluna áður en ég veit af.

Og talandi um að passa sig þá er enn eitt átakið hafið, og ekkert grín í þetta sinnið, nú verður maður að passa í kjólinn. Brúðkaup 9. júlí og ég eins og Herðubreið ásýndum. Mér tókst í dag að forðast allar kexkökurnar í vinnunni og er nokkuð ánægð með sjálfa mig. Verð þó að viðurkenna að inntaka tóbaks hefur aukist um helming. Kransæðastífla eða krabbamein, það er valið.

Ps er líka voða kát í dag, ég er bjartsýn með framþróun mála í vinnuleit, húsið mitt er svo fínt núna og Dave og Lúkas svo ljómandi báðir tveir. gaman þegar maður er svona innstilltur.

Engin ummæli: