sunnudagur, 18. september 2005

Ég er áskrifandi að tímariti sem heitir Ideal Home sem myndi sjálfsagt útleggjast sem Bo Bedre á Íslensku, nei Hús og Híbýli á Íslensku. Já, hvað um það, ég ligg yfir þessu blaði, les það spjaldanna á milli og endurskipulegg húsið mitt í huganum, aftur og aftur. Ég er alveg komin á það núna að ég æurfi að byggja við húsið. Það sé ekónömískari leið en að flytja í stærra hús. Ég ætla að byggja glereldhús út í garð og blanda þanni g að skemmtilegan hátt saman ofurmódernisma við "exposed beams cottage" fílinginn sem ríkir í stofunni. Hljómar þetta ekki vel? Svo ætla ég að vera með neutral backdrop allstaðar en öðruhvoru inject smá accent colour með púðum og pullum. Það er svo auðvelt að breyta því eftir tískusveiflum og öðru. Oh, ég er svo smart.

Mig vantar aldrei stór plön.

Engin ummæli: