sunnudagur, 5. mars 2006

Já, ég sat sumsé heima á fimmtudaginn, komst ekki í vinnu vegna óveðurs. Að hugsa með sér! Hér var svona fallegt lag af hvítum jólasnjó, sól skein og glampaði á fannhvíta mjöllina en strætósamgöngur lögðust niður og skólum og leikskólum var lokað. Ég gat ekki að því gert en að finnast þetta dálítið merkilegt. Það er ekki eins og að þetta sé Ástralalía og snjór sé með öllu óþekktur. Nei við Láki sátum bara í bakgarðinum og bjuggum til snjókalla og grýttum snjóboltum í vegfarendur og komumst hvergi. Mér datt reyndar í hug að það er þá sjálfsagt óþarfi að senda með honum kuldastígvél og krappgalla í leikskólann, fóstrurnar senda börnin sjálfsagt ekki út af himinn er grár. Þvílík synd. Eins og það er gaman að veltast úti í snjó og riginingu ef maður er vel búinn. Best ég spyrji þær að þessu. Ekki nema von að bresk börn fitna núna á við ammrísk.

Engin ummæli: