sunnudagur, 12. mars 2006

Svaka flott síðan Hörpu og Arnars með slædssýningu af Katrínu Sigríði. Ég er hætt að taka myndir af Lúkasi. Aðallega vegna þess að mig vantar almennilega digimyndavél, okkar er eiginlega búin að gefast upp, en einnig vegna þess að ég er svo hræðilega gleymin. Milljón sinnum og tvisvar á dag segir Dave við mig eða ég við hann "þetta var kódak móment" en samt náum við ekki í vélina. Búandi erlendis með afa og ömmu sem vilja myndir stanslaust. Ég ætti að skammast mín. Skamm.

Ég hef líka alltof miklar áhyggjur af Lúkasi held ég. Það er semsé komið í ljós að hann er frekar alvarlegt barn sem hefur mesta ánægju af því að velta hlutunum fyrir sér, púsla, lesa og teikna. Þegar við erum úti að leika þá vill hann ekki leika. Hann vill bara skoða hluti, sitja í grasinu eða rölata í göngutúr. Hann vill ekki hlaupa í hringi öskrandi, eða velta sér um eða hoppa í pollum. Ef hann verður skítugur á puttunum þá segir hann jökk og vill láta þvo sér. Ég hef að undanförnu reynt að fá hann til að gera allt ofantalið, en verð að gefast upp. Hann er bara ekki svona. Ég er bara svo hrædd um að hann sé með núll íþróttamann í sér, vilji helst bara sitja í friði og lesa bókina sína og verði smám saman eins og mamma og pabbi: akfeitur. Og fólk á eftir að horfa á okkur og kenna mér um. "Móðir barnsins gefur honum greinilega bara súkkulaði og franskar og fer aldrei með hann í hjólatúra." Og það er bara ekki satt. Eða er ég að búa til vandamál fyrirfram?

Engin ummæli: