mánudagur, 29. maí 2006

Ég sé á blogginum hennar mömmu að hún er svona smellfín, nýkomin úr nostalgíuklippingu, er eins og ekkert hafi breyst síðan hún var fimmtán. Gott mál ef maður er sáttur við fortíðina. Sjálf verð ég að segja að fortíðardraugar eru að angra mig. Ég fór nefnilega líka í klippingu um helgina. Sagði dömu að ég vildi hafa "hreyfingu" í hárinu, halda lengd en hafa svona meira "movement all round". Hún hófst handa og ég verða að segja að skelfingin greip mig æ sterkari tökum meðan ég gat ekki nema hjálparlaus fylgst með henni í speglinum. Og lo, and behold! Hver starir tilbaka á mig þegar skælbrosandi hársnyrtinn er lokin meistarastykkinu? Jú, minn gamli ven Eiki Hauks! Ég hélt að við værum skild skiptum en það er nú ekki svo. Ég er eins og ég var í 6. bekk í grunnskóla. Það er óþarfi að taka fram að ég læt ekki mynd fylgja. Góðar stundir.

Engin ummæli: