þriðjudagur, 16. maí 2006

Já, gleðifréttir miklar berast að sunnan, frænka og hennar slekti á leið til Madchester í frekara nám. Þvilík lukka að fá að hafa þau svona nálægt, við ætlum að sjá til þess að þau falli alveg fyrir öllu bresku og setjist hér að. Gefa þeim crumpets með smjöri og setja edik á frönskurnar þeirra, tala stanslaust um veðrið og og gefa þeim te að drekka í lítravís. Ætli að við verðum ekki svona eins og sveitavargurinn sem kemur í heimsókn í stórborgina, þau þurfa að útskýra vandræðaleg fyrir Mancunias að við séum (hvíslað) frá Veils! Já, Wrexham er víst ekki háborg mennta og menningar, við erum stolt af því að tilkynna að við vorum kosin önnur "roughest" borgin í Bretlandi. Geri aðrir betur!

Enn sól og blíða, og allir í stuði. Lukkan yfir mér alltaf hreint.

Engin ummæli: