miðvikudagur, 20. september 2006

Já, þetta var á þriðjudaginn, á laugardaginn töpuðu þeir svo fimm tvö fyrir Stockport, og í gærkvöldi þrjú eitt fyrir Birmingham. Eiginmaður minn er sumsé núna hættur að fylgjast með fótbolta. Hann þolir ekki meira svona.

Við Lúkas skelltum okkur í lest á sunnudginn og heimsóttum Hörpu, Arnar og Katrínu í Manchester. Mér líst svona ljómandi vel á borgina og húsið og hverfið þeirra skötuhjúa bara með ágætum. Ég á eftir að fá að koma aftur í heimsókn og versla smávegis, þeir eru nebblilega með Habitat í Manchester...Ég keypti reyndar ef ég man rétt, barstólana mína í Manchester. Og sendi heim með pósti. Kemur Líki púki. Leiter!

Engin ummæli: