sunnudagur, 31. desember 2006

Ég er búin að taka comments moderation af þannig að núna á að vera hægt að kommenta á mig villt og galið. Endilega prófið það.

Ég er ekki mikið stemmd fyrir nýja árið, ég er búin að grannskoða allar 600 sjónvarpstöðvarnar sem ég er með og það er ekki einn fréttaþáttur þar sem farið er yfir árið í myndum og máli. Ég bara get ekki tekið á móti nýju ári án þess að skoða hið gamla. Svo datt mér í hug að horfa á áramótaskaupið á netinu en hugsa að það sé tilgangslaust af því að ég hef ekki fylgst nógu vel með fréttum á Íslandi til að fatta brandarana. Ég verð bara að láta annálinn hennar Magnþóru duga. Hér er bara rok og rigning...er einhver búin að fatta að ég er kannski ekki í sem besta skapi. Ég ætti kannksi að bíða aðeins með að skrifa meira þangað til að ég er hressari.

3 ummæli:

Guðrún sagði...

Horfðu á skaupið á netinu. Reynir Lyngdal(maðurinn hennar Elmu Lísu) sér um það og það er örugglega allt öðruvísi en áður.
Jæja, sérðu skipunartóninn í þessu?

Guðrún sagði...

Var að hugsa hvort ég verði ekki með þig í símanum klukkan tólf á miðnætti!!! Grenjandi...sko, við báðr. Ég held að ættingjunum finnist ekki áramót nema við grenjum saman.

Nafnlaus sagði...

hæ elsku frænka,

bestu óskir um gleðilegt ár til ykkar Walesbúa,

kveðja

Dóra Sif