mánudagur, 11. desember 2006

Ég er búin að vera að reyna að taka mynd af Láka sem á fara á jólakortið í ár. Ég sá fyrir mér hann horfandi dreymnum augum á kertaloga á aðventukransinum, eða horfandi dreymnum augum á litla jólaherðatréð. Láki er ekki alveg sammála mér, blæs á kertið og hoppar upp og niður fyrir framan tréð og er allt annað en dreyminn. Við bökuðum svo köku í gær og ég náði nokkurm skotum af honum útmökuðum í súkkulaðikremi. Kannski meira við hæfi hvort eð er.

Ég er komin í fínt jólaskap, er farin að hlakka heilmikið til að sjá Láka opna pakkana sína. Ég hef reyndar smá áhyggjur af jólamáltíðinni. Hann er núna í einhverju uppreisnarskapi þannig að hann neitar að setjast við matarborðið tilað borða með okkur. Öll kvöld fara núna í öskur og læti bara til að fá hann til að setjast niður. AÐ fá hann til að borða er óreynt ennþá, ég er vanalega of uppgefin til að rífast við hann til að fá hann til að borða líka. Hann ber enga virðingu fyrir mér, pabbi hans getur enn aðeins talað hann til, ég er bara svona einhver leiðinda kerling að hans mati.

Engin ummæli: