föstudagur, 16. febrúar 2007

Lúkas er þá loksins staðinn upp úr veikindum síðan á sunnudaginn. Ég var farin að hafa rétt rúmar áhyggjur af honum, fannst þetta langur tími til að vera með háan hita. Ég verð nú samt líka lúmskt að viðurkenna að á vissan hátt er þetta búið að vera dálítð næs, hann hefur nefnilega ekkert viljað leika með lestar. Ég varð svo sjálf veik í nokkra daga. En við erum semsé hress og í stuði tilbúin að fá ömmu og afa í heimsókn. Nú er bara að láta daginn líða einhvernveginn.

Við erum komin vel og vandlega inn í 21. öldina hér í Rhosllannerchrugog, þeir bönkuðu upp á hjá mér í fyrradag ruslakallarnir og létu mig fá endurvinnlsukassa. Tunnu fyrir garðúrgang, kassa fyrir dósir og flöskur og poka fyrir dagblöð og pappír. Haldiði að það sé! Og ég sem er nýkomin yfir herpinginn í maganum sem ég fékk alltaf þegar ég setti kókflöskur í ruslið. Nú þarf ég að fara að láta mér varða umhverfið!

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Við erum komin í ferðafötin og erum að bíða eftir að tíminn líði. Hlökkum "geggt" mikið til að hitta ykkur öll. Spennandi að hitta Lúkas og sjá viðbrögðin, þekkir hann okkur eður ei?