sunnudagur, 11. febrúar 2007Hér getur að líta snjókallinn sem Lúkas bjó til í gær, (gulrótin hans er dottin á jörðina, hann hefur bráðnað aðeins í nótt) og snjóinn allan sem varð til þess að ég var í rúma tvo tíma á leiðinni heim úr vinnunni á föstudagskvöldið og komst ekki í vinnu fyrr en á hádegi í gær. Ótrúlegt en satt. Já, ferð sem vanalega tekur tuttugu mínútur tók tvo tíma og svo neitaði bílstjórinn að fara lengra og ég þurfti að labba helminginn af leiðinni heim, og svo á laugardagsmorgun komu bara engir strætóar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja, hérna hér, skrýtið að sjá garðinn þakinn snjó!!
Mamma