föstudagur, 6. apríl 2007

Ég finn svo til með litlu músinni minni. Hann er allur útsteyptur í bólum; í andliti og hársverði, á augnlokum og upp í munni, á vörum, hálsi , baki , maga, höndum, fótum og á typpi, pung og rassi. Hann er búinn að bera sig ágætlega þangað til núna í nótt. Ekkert okkar svaf og það er svo erfitt að geta ekkert fyrir hann gert. Hann getur ekki verið með bleyju þannig að í ofanálag þarf ég að ganga á eftir honum með koppinn og rýju til að þurrka upp. Hann ætlar bara ekki að fatta þetta koppabisness. Hann er allur afskræmdur útlits og ég má ekkert við hann koma. Mikið voðalega erfitt allt saman. Eina sem hægt er að gera er að hlusta á "More than a feeling", spila vel og vandlega á luftgítar og mæma með: "More than a feeling ....then I see Marianne walk away.." dúddúdúddúdduú...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ, hvað ég finn til með keltneska víkingnum mínum. Nýbúin að vera með honum svo hressum á Íslandi en man hverig hann var í vetur þegar við komum og hann var veikur.

mamma /amma