mánudagur, 9. apríl 2007

Hér hafa páskarnir farið ósköp ljúflega fram þrátt fyrir hlaupabólu og annan ófögnuð tengdan henni. Þetta hefur allt haft það að verkum að allt það góða starf sem unnið hafði með matarvenjur pilts er núna algerlega aftur komið út í veður og vind og hann borðaði ekki einusinni páskaeggið sitt, lék sér bara með það. Það hittist allt þannig á að við Dave erum búin að vera í heillöngu fríi og höfum því getað sinnt barninu án þess að fá frí í vinnu nema einn dag. En að sama skapi höfum við ekki getað notið veðursins sem nú ríkir. Jah, ekki nema að ég er búin að þvo tvær vélar á dag núna í þrjá daga bara til að njóta þess að geta hengt út á snúru. Við hefðum vanalega farið með pikkninn í Ty Mawr í svona veðri en Lúkas er ekki nógu hress til að fara langt. Hann er svo hrár og skrapinn í klobbanum að hann á erfitt með gang, greyið litla. (En heimtar samt bleyju, þetta bara ætlar ekki að ganga!)

Já, hingað er sumarið svo sannarlega komið, fólk situr úti í "beergardens" og drekkur bjór meðan börnin leika sér allt í kring. Flestir rölta um á stuttermabolum og allur gróður er kominn á fullsvíng. Böskarar og götuprédikarar keppast um að ná athygli fólksins á götunni. Sama gildir um stjórnmálamennina enda eru hér kosningar í vor. Það er kosið til National Assembly of Wales en virðist ekki káfa mikið upp á lýðinnhér, allavega ekki á sama hátt og heima. Hér hefur enginn skoðanir á einu né neinu, eða allavega ekki þannig að það séu hér heitar umræður um hvern skuli kjósa. Mér finnst ég ekki hafa komist inn í stjórnmálaumræðuna hér út af þessu sinnisleysi vina minna hér, ég hef einhvernveginn ekki tök á því að mynda mér skoðanir ef öllum öðrum er sama. Skrýtið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I love Ty Mawr og I love "beergardens" en ég vil að Lukku Láka fari að batna. Knúsaðu hann frá ömmu.

mamma

Nafnlaus sagði...

Já, við erum búin að finna þennan líka fína "beergarden" rétt hjá nýja húsinu okkar. Á ekki að kíkja fljótlega?

Luv Harpa