þriðjudagur, 8. maí 2007

Eins og mér þykir vænt um son minn þá var dagurinn í dag engu að síður alveg sérlega þægilegur. Hann fór á leikskólann og ég fékk að dúlla mér ein heima. Þvílíkur lúxus. Ég endurskipulagði fataskápinn, renndi aðeins yfir allt með rökum klút og settist svo bara í sófann og las bók það sem eftir lifði dags. Sælan.

Annars þá þarf að fara núna í í tilfæringar með heimtufrekju og mataræði. Hanna gaf mér einstaklega góð ráð með svefnvenjur sem enn eru í gildi og það er allt í himnalagi. En nú er svo komið að við getum ekkert farið án þess að hann ætlist til þess að fá eitthvað. Ég er farin að forðast að fara með hann í búðina af því að það er bara vandræðalegt. Hann tekur ekkert mark á mér, er bara dónalegur og frekur. Ég segji við hann; "Lúkas ég sagði nei og það þýðir ekkert að ræða það neitt frekar." Þá svarar hann bara: "Og ég sagði já!" Han borðar rautt eitt úr eggi og heimtar bara sleikjó og ís í tíma og ótíma. Það er svo erfitt að heyra hann segjast vera svangur og vera hörð á því að gefa honum ekki bara eitthvað í staðinn þegar hann borðar ekki það sem eldað er. Ég veit nefnilega af reynslu að hann getur þolað að vera matarlaus svo dögum skiptir. Ég gefst alltaf upp fyrst. Ég bara er eiginlega alveg ráðþrota. Ég verð nefnilega alveg brjáluð þegar hann er með svona frekju, ég þoli ekki freka krakka og finnst alveg rosalega erfitt að díla við að sonur mínn sé frekjuhundur og dóni. Og að verða brjáluð virðist gera hvorugu okkur gagn. Já, þetta er ekki auðvelt þetta foreldrabisness, kannski að það ætti að gefa út leyfi fyrir þessu svona eins og hundahaldi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Athugaðu hvort Hanna eigi ekki fleiri góð ráð.