laugardagur, 5. maí 2007
Mér gekk bara svona líka ljómandi vel í prófinu. var orðin dálítið nojuð en tók nokkrar léttar algebruæfingar í lestinni á leiðinni til Birmingham og náði svo að slaka á. Ég var búin að undirbúa mig mjög vel og ef maður lærir fyrir próf þá á maður að geta staðist þau. Enda líka kom það á daginn; ég snéri prófblaðinu við og þetta var allt kunnuglegt. Ég lauk prófinu á 40 mínútum og hafði tíma til að fara yfir á eftir. Það var eitt dæmi sem ég bara bullaði, ég bjóst ekki við þess háttar en gerði samt mitt besta. Hitt er ég alveg viss um að ég hafi gert rétt, maður verður þó kannski að gera ráð fyrir eihnverjum klaufavillum og ég er því annaðhvort með 9 eða 7. Svo var bara lest beint afur til Wrexham og frí það sem eftir lifði dags. Dave náði svo í mig á nýja bílnum. Voðalega krúttlegur MG Rover, gullsleginn og sportí. Ekki spyrja nánar um vélastærð, nafn árgerð eða mílufjölda, ég bara veit ekki. Ég þarf að kaupa batterí í myndavélina og taka mynd af mér með nýja hárið við nýja bílinn. Já sá gamli gafst bara eiginlega upp og við höfðum lítið val en að kaupa nýjan bíl. Ég er svona ánægð með það í laumi þó það hafi í för með sér meiri útgjöld. Það kemur nefnilega í ljós að það er bara dálítið gaman að eiga fínan bíl og maðurinn r svona spenntur að hann ætlar að fara með okkur í sunnudagsrúnt til LLandudno. Þar er hægt að fara á ströndina, kaupa ís, og skoða falleg gömul hús. Já best að ég kaupi batterí svo ég geti tekið myndir þar líka. Í dag er ég svo í fríi, jei! laugardagur heima! og við þurfum að fara niður í bæ til að kaupa skó á Lúka Púka, hann bara vex og vex eins og illgresið á garðstígnum mínum. Já og stuttbuxur, var ég nokkuð búin að minnast á hvað það er gott veðrið hjá okkur?....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Frábært hjá þér frænka:)...datt reyndar ekki annað í hug en þú myndir rúlla þessu upp! Nýtt hár...nýr bíll...gott veður...stærðfræði...frábærir drengir...fullkomið...algjörlega fullkomið og gerist ekki betra:):)
Hafið það gott í dag krakkar og sleikiði sólina eins og þið væruð með ís.
Skrifa ummæli