sunnudagur, 5. ágúst 2007

1. Mín fyrsta minning er ég fjögurra ára á Ibiza að pissa undir borði á veitingastað. Úti sem betur fer.

2. Ég hef engan áhuga á ferðalögum til fjarlægra stranda. Mér finnst tilhugsunin um að fara fótgangandi um Laos ógeðsleg. Ég vil bara fara til New York og Madrid.

3. Ég skammast mín fyrir að vilja ekki fara til Laos.

4. Ég segjist hafa gaman af því að elda. Það er ekki satt, ég hef gaman af því að borða.

5. Ég er óstjórnlega löt.

6. Ekkert myndi gera mig ánægðari en að finna gott mastersnám til að fara í þar eð ég er haldin sérlega slæmu menntasnobbi og vil geta sett stafi fyrir aftan nafnið mitt.

8. Ég trúi því í alvörunni að næsta laugardag vinni ég lottóið og það sem meira er að ég eigi það skilið fyrir að vera góð manneskja.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er númer 7 algjört leyndó?