föstudagur, 12. október 2007

Ég sá mann í dag í bol frá Tolla. Á strætóstoppistöðinni. Hann labbaði framhjá mér og inn í strætóinn á undan. Ég fékk sting í magann og hjartað;"Hann er í bol frá Tolla!", velti fyrir mér í smástund hvort ég ætti að fara og spurja hvar hann hafi fengið bolinn, en sá að mér, það væri nú einum of plebbalegt. Maðurinn sjálfsagt stoppað yfir helgi á Íslandi og keypt bol. En samt, litla íslenska hjartað mitt var glatt í strætó á leið heim, maður í bol frá Tolla í litlu Wrexham. Merkilegt alveg hreint.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tolli fer víða!