mánudagur, 8. október 2007

Ég fann skyr um daginn. Dós af 0% grískri jógúrt reynist innihalda 100% hreint óhrært íslenskt skyr. Hvílík lukka yfir mér. Ég er því miður í aðhaldi þannig að ég er að spara mér til hátíðabrigða að hella yfir það rjóma og sykri en er búin að nota það óspart einmitt sem megrunarmat. 10% heildarþyngdar farin, næstu 10% tækluð núna fram til 1. janúar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það munar ekki um dugnaðinn á manneskjunni. Til lukku með þetta. Sjáumst á MK Dons vs. Wrexham ;-)