sunnudagur, 7. október 2007

Lúkas er farinn að búa til jólagjafalista. Hann fattar að það er hægt að biðja um allskonar dót en er ekki alveg með á hreinu að það þarf að bíða til jóla með að fá dótið. Hann segir bara en þetta er jólagjöf. Hann vill aðallega fá Tómas-dót og einn eða tvo kappaskstursbíla. Hann segir mér líka stundum frá einhverju sem hann vill EKKI fá af því að það er sko "for girls". Svo er sumt dót líka "rubbish, it´s rubbish" segir hann. 'eg veit ekki afhverju hann er með kynskiptar hugmyndir, þær koma ekki frá mér. En ég verð líka að viðurkenna að hann er að alast upp í þjóðfélagi sem hefur mun hefðbundnari hugmyndir um kynhlutverk en ég er vön. Kom mér á óvart en svona er það nú bara.

Hér er allt orðið undirlagt í jóladóti. Allir á fullu að kaupa gjafir og kort. Dálítið snemmt, sérstaklega þar sem að það eru bæði hrekkjavaka og Bonfire Night fyrst. En hér virðast allir þurfa svona langan tíma. Debra sagði við mig í vinnunni um daginn þegar ég sagði að þér þætti ekki fallegt að blanda saman hrekkjavökuskrauti við jólaskraut, "if you think about we really only have 14 weeks to get christmas sorted." Well ef ég hugsa um það þá fæ ég ekki séð hvað þarf svona svakalega mikið að gera að ég þurfi 14 vikur í að arransera herlegheitunum. Það eina sem ég ætla að reyna að vera tímanleg með í ár eru jólakortin. Allt hitt er ekki stressins virði.

Engin ummæli: