mánudagur, 22. október 2007
Hér eru þeir feðgar um borð í Daisy, alveg hreint svaðalega ánægðir með daginn og sjálfa sig. Ég ekki jafn ánægð í dag og ég var í gær, ég féll fyrir lokkandi súkkulaðikexpakka og var búin að maula nánast allan pakkann áður en ég gat stoppað mig. Ég má greinilega ekki hella upp á kaffi þegar ég er ein heima, ég set samansem merki á milli þess og millimálabita. Maður verður að varast að setja sjálfan sig í stöðu þar sem erfitt er að standst freistingar. Og ég sem var búin að vera svo dugleg í allan dag. Hollur morgunmatur, power hreingerning á meðan Láki var í skólanum, út að leika með honum eftir hádegismat (harðfiskur en maður verður líka að borða harðfisk) og svo núna er hann að leika sér ég búin að skera niður rófur og gulrætur til aö búa til kjötsúpu, sest niður við tölvuna með kaffbolla og bara eins og ég segi, kexpakkinn búinn. Djöfullinn! Þá er þessi dagur ónýtur, ég með samviskubit og magaverk, reið út í sjálfa mig, og á ekki eftir að njóta súpunnar, djöfull, djöfull, djöfulsins hurðarlaust helvíti. Djöfull.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hæ, hæ, þetta er bara eðlilegt. Ekki vera með samviskubit, það lagar ekkert. Við virðumst vera nokkuð samferða í þessu. Pabbi þinn skaust út í sjoppu í gærkvöld og keyðti næskvöld fyrir mig og ég gúffaði því öllu í mig alein. Hann maulaði harðfisk. Og svo var kjötsúpa í dag!! Bara bíta á jaxlinn og ekki gefast upp.
ég lenti í svipuðu um daginn. ég búin að standa mig stór vel um daginn, hreyfa mig og allt. um kvöldið kom kjartan heim með ís og pínu, pínu súkkulaði. ég varð fyrst hundfúl en féll svo í freistni. um nóttina gat ég varla sofið fyrir samviskubiti. sætindin voru samviskubitsins ekki virði, klárlega.
Skrifa ummæli