mánudagur, 17. desember 2007


Já, ég gaf mér smá tíma til að reyna að taka til á síðunni og munaði minnstu að ég gleymdi að ná í Lúkas. Hérna er sístemið nebblega þannig að ef maður gleymir að ná í barnið í skólann þá koma barnaverndaryfirvöld í málið og maður lendir í allskonar klandri. Þó mér finnist stundum erfitt að eiga Lúkas þá vil ég nú heldur ekki senda hann í fóstur. Allavega þá rétt náði ég niður í skóla og fæ því að hafa hann að minnsta kosti svona yfir jólin. Hvað um það, ég gleymdi mér við að skoða flickr.com, stofnaði þar reikning en get ekki fundið út úr því hvernig ég kem link hérna inn á þessa síðu. Ha, Kristín?

Svo er ég að reyna að stilla þetta þannig að myndir komi svona fallega inn í textann. Hér má sjá okkur mæðginin syngja afmælissönginn fyrir mig í morgun. Þetta er búinn að vera dagur hinn besti og takk fyrir allar kveðjurnar.

3 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Sæl venan!
Ef þú ætlar að setja mynd frá flickr inn á síðuna þína þá smellir þú á "blog this" merkið sem er fyrir ofna myndina. Þá opnast ný síða með myndinni og textaboxi. Þú skrifa textann inn og smellir á "post entry". Ef þú vilt hins vegar setja texta og mynd upp svipað og mamma þín gerir þegar hún segir frá ferðinni til Wales þá er það hægt í blogger. Láttu mig vita ef þú vilt að ég sendi þér leiðbeiningar í tölvupósti. Kv. Kgb

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Kíktu á tölvupóstinn þinn. Ég er búin að senda þér leiðbeiningar um myndbirtingu. Ég setti líka inn leiðbeiningar um hvernig línubilið verður alltaf 1,5. Fullkomnunarárattunni hefur ekki verið rótt eftir að ég uppgötvaði að línubilið var misjafnt eftir því hvaðan myndirnar sem ég birti koma. Ég fann svo út úr því í morgun hvernig þetta virkar. Það er eins gott að ég er ekki í vinnu þessa dagana! Kv. Kgb

Nafnlaus sagði...

Sælar frýr! Þetta þykir mér mjög skemmtileg mynd af mæðginunum. Fer beint í að kíkja á síðuna þína Vigbljúg mín!
kv. Pibbý Warsaw-Draupniss-Bárðar