fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Aftur erum við Láki heima, þetta er bara ljómandi næs, ég gæti alveg hugsað mér þriggja daga vinnuviku. Ég var vakin klukkan hálfsjö í morgun með þeim upplýsingum að "it´s mooooorrniiiiing mummy, let´s go to róló!" Það var aðeins of snemmt að mínu mati en ágætis tími til að hefja hreingerningar. Á milli þess að leika í sjóræningjaleik (fela gull/súkkulaðipeninga og leita að þeim) skylmast, skjóta glerkúlum og púsla er ég búin að skipta á rúmum, henda meira dóti og ryksuga smávegis. Við erum enn ekki farin á róló.

Engin ummæli: