laugardagur, 9. febrúar 2008

Ég sæki um vinnur í gríð og erg en hef enn ekki uppskorið eins og sáð. Því miður, ég er alltaf að verða þreyttari á vinnunni sem ég er í, stend sjálfa mig að því að langa til að tilkynna veikindi þegar ég er fullfrísk. (Er reyndar með einhvern kverkaskít í dag en það er önnur saga.) Ég er búin að sníða ferilskrá og bréf fullkomlega að breskum smekki en samt gerist ekki neitt. Skil bara ekkert í þessu. Góðu fréttirnar hins vegar að ég er komin langt með ritgerðina, er ekki alveg jafn vitlaus og ég hélt í fyrstu.

Engin ummæli: