miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Jæja, kemur ekki bara í ljós að ég er svona ægilega vitlaus, ég get með engu móti skrifað fyrstu ritgerðina mína. Er búin að gera fína beinagrind og veit alveg hvað ég vil segja en bara get ekki skrifað það. Það er nú meira ástandið. Enda um merkilegri hluti að hugsa akkúrat núna: ætli maður sé bara ekki að fara að setja upp nýtt baðherbergi! Já, hér á bara að rífa allt út og byrja upp á nýtt. Ég var búin að gæla við að skipta um eldhús en þegar ég fór að hugsa málið þá er miklu meira áríðandi að laga baðherbergið. Ég er búin að láta teikna það upp, losna við helv.. baðið og fæ loksins almennilega sturtu og pláss við vaskinn til að mála og greiða sér. Lúxus. Ég get bara vart beðið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Meiri lukkan yfir þér. Er búið að velja teppið á baðherbergisgólfið? ;-)

Nafnlaus sagði...

ég mæli með skellóttu ljósdröppóttu...

Nafnlaus sagði...

Dúllan mín! Láttu baðherbergið ekki skemma fyrir þér ritgerðina!!!