sunnudagur, 3. febrúar 2008



Hér á þessu heimili er mikið bakað, sérstaklega eftir að ég eignaðist Kitchenaid. Fallegt tæki og ég fæ mikið útúr því að nota það. Ég nota hvert tækifæri til að skella í köku og átröskunin sem ég á við að stríða fær að njóta sín. Það er því nánast óheyrt að ég hafi löglegt leyfi til að baka og úða í í mig bakkelsi, en gleymi að gera það! Bolludagurinn á morgun og ég ekki búin að baka eina einustu bollu! Hvernig fór þetta eiginlega framhjá mér? Það er meira að segja hugsanlegt að dagurinn hefði farið algerlega framhjá mér ef ég hefði ekki verið að forvitnast um þorrablótið og mamma minntist á það að hún væri með bollur í ofninum. Ju minn eini. Sem betur fer er ég heima á morgun og get sett í eina uppskrift. Svo er Shrove Tuesday hér á þriðjudaginn, sem þýðir pönnukökur. Ég fæ ekki saltkjöt hér svo ég get allt eins fylgt breskum siðum. Öskudagur aftur á móti ekki neinn dagur hér þannig að Lúkas fer bara í sjóræningjabúninginn á næstu hrekkjavöku.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

holy smoke... Klukkan er 20:46 og ég gleymdi líka bolludeginum. Nenni varla að baka úr þessu..... Frábær pistillinn hérna á undan ;-).