sunnudagur, 17. febrúar 2008

Árum saman hef ég sungið "sprekkin ðe vei kem meik van dann" í vissum hluta af laginu "Girls just wanna have fun" með Cindy Lauper. Eitt svona sem hefur lafið þannig frá því að ég fyrst heyrði lagið og gat ekki greint hvað hún sagði. vegna naumrar enskukunnáttu. Ég var að söngla með í morgun yfir uppvaskinu: "that´s all they really waaaaant, is some fuuuuuun, sprekkin ðe vei kem meik van dann, oh girls they wanna have fun, ohoh girls just wanna have fun" þegar bretinn sem ég er gift kemur inn í eldhús og biður mig vinsamlegast um að endurtaka. Sprekkin ðe vei? Nei, when the working day is done hljómar setningin. Merkilegt alveg hreint. Ég heyri það greinilega núna. Held að ég haldi mig samt við að syngja mína útgáfu...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sé ykkur Stínu bara fyrir mér syngja Breakfast at Tiffany´s á Holtsgötunni um árið!

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Those were the days mahhrr! Retorical hvað???? ef ég man rétt.
Kv. Kgb

murta sagði...

Rhetorical outline...

Nafnlaus sagði...

He he, alveg rétt!

Luv Harpa

Nafnlaus sagði...

Þú ættir kannski að syngja fyrir Dave,Bon Jovi Sjakala ha an jo fú nei, jú bí lo a be nei.Kv.HelgaH