mánudagur, 3. mars 2008

Ég er hætt að hlusta á tónlist, ég fer ekki í bíó, ég les bara skólabækur og þar á undan las ég eiginlega bara sögulegar skáldsögur. Ég er orðin svo leiðinleg og halló að annað eins bara þekkist ekki. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Hvenær tapaði ég þessum hluta af sjálfri mér sem ég hélt að væri svo mikilvægur? Svava Rán hlustar á svona tónlist og les svona bækur og er svona manneskja. Svo kemur bara í ljós að mér er líka alvega sama. Ég hef enga þörf fyrir að finna eitthvað nýtt að hlusta á, nýtt að lesa eða horfa á. Ég er bara sátt við að skoða lampaskerma og gólflísar. Það er bara alveg nóg núna. Er ég þá Svava Rán sem fílar náttúrustein?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guilty pleasures er nóg fyrir okkur ekki satt ;-)