mánudagur, 10. mars 2008


Lúkas fór í skólaferðalag í dag til Bodelwyddan kastala, sem er í u.þ.b. tveggja tíma keyrslu héðan. Hann er ásamt bekkjarsystkynum sínum búinn að vera að vinna verkefni í allan vetur um hús og heimili sem endaði á þessari skoðunarferð um kastala. Hann var voða spenntur í morgun enda með öðruvísi nesti en vanalega og hlakkaði til að fara í rútu með félögum sínum. Hann virtist hafa skemmt sér konunglega en kvartaði þegar heim kom að hann hafi ekki séð nein sverð og enga vindubrú. Það var þarna riddari, en sverðlaus og því hálflélegur.
Skólaferðalagið kom sér vel fyrir mig, ég er að vinna í bókhaldi núna og er með svona naglarhald á efninu. Þrátt fyrir að tilgangurinn sé ekki að ég geti haldið bókhald (hahahahahah!) þá á ég að geta, að þessum kúrs lokið, lesið úr bókhaldi. Með Láka í burtu hafði ég meiri tíma en vanalega á mánudegi til að grúska í gross profit og operational margins. Heillandi efni.
Hér í Norður-Wales er fínasta veður, svona í öðrum fréttum, óveðrið sem ríður yfir suður hluta Englands og Wales nær ekki hingað í afdali.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sem hélt að þakplöturnar þínar fykju af og sólstofan hyrfi. Það er gott að veðrið nær ekki til ykkar.
Er skólnn hans Lúkasar ekki með heimasíðu? Taka kennaranir ekki myndir í skólaferðalögum og setja inn á síðu?

Nafnlaus sagði...

skólinn skal það vera og kennararnir.
Það er sko, svo ömurlegt lyklaborðið mitt!!