mánudagur, 17. mars 2008

Við Láki vorum samferða Shirley og Josh heim úr skólanum í dag. Josh hafði greinilega sagt Láka að mamma hans væri með barn í maganum því Láki bað Shirley um að fá að sjá mallann hennar. Hún leyfði honum að sjá og hann spurði "Have you got a baby in your tummy?" Hún jánkaði því og hann spurði þá "Did you eat it?" Nei hún borðaði það ekki, og Josh greip inn í og sagði að pabbi hans hefði sett barnið í magann á mömmu sinni. Lúkas horfði á mig og sagði svo, "My daddy hasn´t put a baby in my mummy´s tummy. It´s only cake." Bölvaður.

3 ummæli:

murta sagði...

Ps mamma, paskaeggin komu núna áðan. Takk æðislega. xxx

Nafnlaus sagði...

Verði ykkur að góðu, elskurnar!!

Mér sýnist Lúkas hafa þennan flotta, fína, frábæra breska húmor sem mér finnst svo æðislegur. Við erum búin að hlæja okkur máttlaus hérna yfir tilsvörum hans!

Hanna sagði...

já blessuð börnin!

Stórt knús til Láka og til ykkar Dave.

Hanna hnútur....