fimmtudagur, 10. apríl 2008







Píparinn búinn og farinn og hér sést lokaafurðin. Sturtan er svo beint á móti vaskinum, undurfalleg og silfurlituð. Verst hvað ég er lélegur ljósmyndari.




Ég á reyndar eftir að hengja upp spegilinn, hann á að vera fyrir ofan kranana sem er svo smekklega settir á vegginn. Þeir eru svo í stíl við sturtuna. Litaþemað er fengið frá lifanid orkideu sem er í glugganum, hvítt, plómulitað og brúngrátt.

Ég setti "fyrir" myndirnar á disk og nenni ekki að ná í þær en treystið mér þetta er ótrúlegur munur. Allt skínandi hreint og fallegt og mín hönnun. Já, þessi dagur verður bara vart betri, nema að ég var að vigta mig og er búin að léttast um 4 kíló síðan á mánudaginn. Er ég lukkuleg eða hvað?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara stórglæsilegt!!!

Kveðja
Harpa

Nafnlaus sagði...

Váaaaaááááááá.........ótrúleeegt!!!
Hvar er innlit-útlit með fyrir og eftir?
Get varla beðið með að koma og sjá!

Guðrún sagði...

Hvað sagðirðu ..4 kíló? Ég hef verið í svelti í tvær vikur og bara farin 2,5. Andskotinn!! En til lukku með þin.

Nafnlaus sagði...

Vá þvílíkur munur á baðheberginu!!! Ég trúi varla að þetta sé sama herbergið og ég fékk að kúka í og æla ;)...hlakka svakalega til að berja dýrðina með eigin augum elsku frænkurassgatið mitt! Amma er hér við hlið mér og finnst þetta æði! Hún þarf að fá að sjá "FYRIR" myndirnar til að segja ennþá meira Vá!!!. Kílóin eru bara í stíl við baðherbergið! Það virðist líka 4 kílóum léttara :D.

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg rosalega fínt hjá ykkur! Til hamingju! Og til lukku með kílóin 4. Gangi þér vel áfram!

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Mér líst mjög vel á þetta hjá ykkur. Ekta Svava Rán þarna á ferð. Hvenær fáum við "fyrir" myndirnar?

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.