mánudagur, 7. apríl 2008

Píparinn er á fullu inni á baði, mér sýnist hann vera búinn að rífa allt gólf-og veggefni af og er að rífa upp baðið. Gviiiiðð hvað þetta er spennandi!

Í öðrum fréttum þá er ég í meira stuði núna, er búin að finna leið til að gera vel við mataræðið án þess að bæta á mig of mörgum hitaeiningum og án þess að þurfa að hætta að elda. Já, ég ætla að stússast í að læra að nota heilsufæði. Spelti, kókosfeiti og ávaxtasykur. Jafn spennandi og nýtt baðherbergi ef ekki meira!

3 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Kókosfeiti er víst alveg frábær. Ég á krukku inni í ískáp en er ekki nógu dugleg að nota hana. Mörinn á víst að renna af manni - segi ég, Stín Stín, sem passa ekki í nýju fötin mín sökum þess að þurrkarinn frá AEG minnkar þau svo agalega mikið. Held ég verði að fá mér nýjan þurrkara!!

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Maður á víst að skrifa "ísskáp".

Nafnlaus sagði...

Djö.... ætti ég nú að tussa mér í að gera slíkt hið sama!

Stend með þér stelpa.

Kys og knus
Hanna