laugardagur, 10. maí 2008

Ég kveikti á tölvunni í morgun og verð að segja að þegar ég sá hitastigið í Wrexham og hitastigið í Hveragerði (26 á móti 8) þá hugsaði ég með mér að það væri kannski ekki svo slæmt að búa hérna. Já, blessuð sólin elskar allt og maður verður bara eitthvað svo kátur þegar veðrið er svona gott, afslappaður og kærulaus. Manni er meira að segja bara alveg sama þó að þvottavélin sé biluð, og að maður vinni ekki í lottónu. Það er bara nóg að setjast úti í garði og láta sér líða vel.

Til að allir geti séð hvernig lífið gengur fyrir sig hérna í Wrexham þá er heldur bærinn úti vefmyndavél frá Queen´s square sem er torgið í miðbænum. Þar er hægt að fylgjast með hverju sem á gengur. Reyndar á rólegheitahorni en ég gætí veifað til ykkar á leiðinni í vinnuna á þriðjudaginn!

Engin ummæli: