miðvikudagur, 25. júní 2008

Þessi vefdagbók á að spila stórt hlutverk í endurbata mínum. Ég mun nota hana til koma skikki á hugsanir mínar.

Ég er og verð alltaf feit í hjarta mér, og ég vil hafa það þannig, en ég vil geta endurskoðað þá hugmynd að það að vera feit sé það sem geri mig að mér. Ég get ekki átt von á að takast í þessu átaki ef ég held áfram að skilgreina sjálfa mig sem feita manneskju. Það er verkefni vikunnar. Að finna út hvort ég get breytt matarvenjum mínum með því að endurskilgreina sjálfa mig í huganum.

Ég er búin að finna samfélag feitra bloggara til að leita til eftir stuðningi og hvatningu. Margt af þessu fólki hefur gengið í gegnum gríðarlegt þyngdartap. Allt þetta fólk hefur svo heppilegan kílóafjölda að losa sig við; helminginn af sjálfu sér. Það er hægt að vera með sniðuga orðaleiki og pælingar út frá því. Ég er ekki með nógu gott markmið að þessu leytinu til; ég ætla að losa mig við 5/12 af sjálfri mér. Ég þarf því annaðhvort að breyta þessu í 60 kg. og þá missi ég hálfa mig, eða 40 kg. sem er 1/3. Eða þá að ég held mig við 50 kg. og þykist bara vera góð í stærðfærði.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Mér líst vel á þetta hjá þér frænka. Þú ert jú alltaf að segja mér að maður verði að hafa plan, eitthvað til að stefna að! Annars rak mig í rogastans þegar ég fór að lesa alla þessa útreikninga hjá þér. Ég tel varla að þú myndir í dag skrifa fallegt ljóð á stærðfræðipróf?? ;-)