fimmtudagur, 26. júní 2008

Jeij! 'Eg var að fá einkunn fyrir ritgerð númer tvö. C! Það þýðir að sem stendur er ég með B að meðaltali. (A+C/2=B, eða svona næstum því, stærðfræðingurinn hér rífur í hár sitt og skegg af rangfærslunni en þið vitið hvað ég meina!) Kúrsinn var skyldukúrs í fræðilegri bókfærslu og ég er svo glöð að fá C. Á minn órökhæfa hátt er það jafn fín einkunn og A í kúrs sem mér fannst skemmtilegur og áhugaverður.

Við erum að fara út á lífið á laugardagsvköldið til að fagna þessu og að ég er búin að skila rigterð númer 3 . Við ætlum að hitta Söruh og Jeff á Fat Cat Café og skoða svo nýja franska barinn (!!! franskur bar í Wrexham!!!) og endum svo væntanlega á the commercial sem áður var Scruffy Murphys. Ég hlakka svo til, við fórum síðast út um áramótin, og þar á undan var það í Llandudno í júlí í fyrra. Verst að núna verð ég að telja karólínurnar í gin og tóník. Eða að ég fer bara í xtra langan göngutúr á sunnudaginn.

Ég er búin að lýsa eldhúsið mitt sem "matarlaust svæði". Hljómar kannski skringilega að banna mat í eldhúsinu en málið er að við borðum ekki í eldhúsinu, þar er ekki pláss fyrir borð og stóla, við borðum í stofu/borðstofu. Þannig að allur matur sem ég borða í eldhúsinu er milli mála, stinga í munninn án þess að taka eftir því, óþarfa karólínur. Héðan í frá mun ég bara elda þar, ekki borða.

Engin ummæli: