fimmtudagur, 5. júní 2008

Ég fékk frí í vinnunni í dag til að vinna að næstu ritgerð. Þetta byrjaði allt voða vel í morgun, er komin með frábæra beinagrind og einstaklega vel unninn formála. En svo upp úr hálftíu fór úr mér allur kraftur. Ólíkt sjálfri mér þá get eig ekki fengið kjöt á beinin. Smá pása núna og svo reynum við aftur. Nú er nefnilega markið sett hátt; ég verð að fá A+ næst!

3 ummæli:

Guðrún sagði...

Veit þú getur það!!!

Hanna sagði...

nákvæmlega - auðvitað geturðu það. Spurning um að opna bara eina rauðvín og sjá hvað setur ;-)

Ég er þessa dagana að lesa yfir mig af fysiologíu og það er sama hvað ég les og les, lítið situr fast. Ég hef því lækkað mitt mark ansi mikið og set stefnuna á lágmarkseinkunn. Allt annað er Bónus (manstu eftir Bónúsbarnum?? Hann verður opnaður síðar ....)

Knús
Hanna

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Það vantar einmitt "bónúsbar" á Íslandi - sérstaklega núna. Bjórinn nálgast þússara þannig að Hanna mín, núna er tækifærið...