Það er því miður bara ekkert að mér. Ég er búin að rembast og reyna eins og ég mögulegast get að fá greiningu sem átröskunarsjúklingur en ég bara passa ekki inn í neinn hóp. Ég er ekki "binge-eater", ég borða of mikið, en ég fer ekki á svona binges. Ég varð ekki fyrir neinu áfalli í bernsku sem getur skýrt óeðlilegt samband mitt við mat. Ég er ekki með skjaldkirtilsvandamál eða genatíska tengingu við ofát. Ég er sjálfsagt með brenglaða hugmyndir um hvað er rétt skammtastærð en það er eðlileg brenglun í nútíma þjóðfélagi. Ég er líka með allt of háar hugmyndir um sjálfa mig. Kannski ef ég væri með lágt sjálfsmat eða hefði verið lögð í einelti eða ef fólk hefði gert grín að mér fyrir að vera feit þegar ég var barn og táningur þá hefði ég getað forðast að enda í 120 kílóum. En nei, mér finnst ég vera sæt og fín og þegar ég lít í spegil sé ég frekar lögulega manneskju og hef alltaf gert. (Er öfugsnúin anorexía geðsjúkdómur?) Ég var að vona að ef ég gæti skilgreint mig á einhvern hátt þá myndi ég eiga auðveldara með að ráða við mataræðið, en ég verð bara að sætta mig við að ég einfaldlega borða of mikið af kaloríuríkum mat. Djöfullinn sjálfur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli