mánudagur, 14. júlí 2008

Mér gekk hrikalega illa í prófinu á laugardaginn og verra eftir því sem ég hugsa meira um það. Þeir komu bara alveg aftan að mér með eina spurninguna. Öllum hinum gekk reyndar illa líka þannig að það var a.m.k. ekki bara ég. Ég verð sjálfsagt að sitja þetta aftur, fæ ekki að vita einkunn fyrr en í október! Ég náði þrátt fyrir að vera lágtstemmd að verjast þungum árásum frá hinum ýmsustu snickersum hér og þar, alveg fram á sunnudag. Við vorum búin að plana indverskan í tilefni af brúðkaupsafmælinu og þar innifalið átti að vera eftirréttur. Ég vaknaði á sunnudaginn búin að plana átið út í ystu æsar og fór algerlega yfir strikið. Karamellur í hádegismat, poppadums, korma og naan og svo heill poki af revels á eftir. Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að ég myndi ekki ná að borða allt sem var planað. En jú, ég er svo dugleg, með verk undir bringspölum graðgaði ég síðasta molann upp í mig og lá svo afvelta það sem eftir var kvöldsins. Og svo martaðir alla nóttina. Ég hélt svo að dagurinn í dag myndi vera erfiður, það er alltaf erfitt að "lenda" eftir svona sykur-high, en allar góðar vætti voru með mér í dag, ég er undir 1500 kal., búin að labba í 40 mínútur, taka eina Pilates sessjón, þrífa húsið þannig að svitnaði vel og baka heilsubollur og muffins tilbúin í nesti. Og er bara í stuði. Lukkan yfir mér alltaf hreint. Kannski að mér sé að takast að breyta hegðunarmynstri.

Nú eru tvö verkefni í gangi. Ég þarf að borða grænmeti sem snakk (frekar en ávexti) og reyna að sleppa plönuðum nammidag. Ég er ekki að segja að hafa ekki nammidag, ég þarf frekar að reyna að vera ekki búin að plana hann of vel þannig að ég fari ekki svona gjörsamlega yfir strikið.

Engin ummæli: