laugardagur, 19. júlí 2008

Ég þarf að fresta vigtun fram á þriðjudag. Ég þarf að fara til Rhyl á mánudaginn að kenna starfsfólkinu þar á nýja SAP tölvukerfið. Í staðinn fæ ég frí á þriðjudaginn sem hentar mjög vel því þá get ég verið með mömmu og pabba fyrsta daginn þeirra hérna. Ég fæ þessvegna að fara til hjúkku á þriðjudaginn.

3 ummæli:

Harpa sagði...

Jæja, klukkan er orðin fjögur??

murta sagði...

Heldurðu að það sé ekki kæruleysi maður, hún bara farin í sumarfrí og ég skilin eftir hangandi með enga hugmynd um hvað ég er þung!

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Þú verður bara dugleg og kemur sjálfri þér á óvart í næstu vigtun.