fimmtudagur, 9. október 2008
Þetta er nú meira klandrið sem við Íslendingar erum búin að koma okkur í. Eða kannski sem við Íslendingar höfum leyft glæpamönnum að koma okkur í. Meira að segja ég sem er núna búin að búa í Bretlandi í fimm og hálft ár og á engin viðskipti við Ísland, þarf að borga hærri sveitafélagsgjöld til að bæta upp tap breskra sveitafélaga á viðskiptum sínum við íslenska banka. Að hugsa með sér. Hvernig er það svo, á ekki að setja þá sem eru ábyrgir í gapastokka á Lækjartorg?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hmm, ég er nú ekki alveg sátt við fréttaflutninginn hérna í UK um að Íslendingar séu bara glæpamenn og munu ekki borga neitt til baka. Skv. íslenskum fréttum er það bara ekki alveg rétt.
Amk er ekkert rosalega gott að vera Íslendingur í UK í dag......
Skrifa ummæli